optionen handel.

Vélsmiðjan stækkar - Samstarf við Frumherja

 Í nýrri viðbyggingu sem nú rís mun skoðunarfyrirtækið Frumherji hf. vera með aðsetur auk þess sem Vélsmiðjan nýtir þessa nýju aðstöðu m.a. til prófunar á hemlunarbúnaði.

Að sögn Ómars Davíðs Ólafsson verkstjóra hjá Vélsmiðju Grindavíkur er stefnt að því að nýja álman verði tilbúin í lok janúar. Frumherji verður með opið einn til tvo daga í viku og jafnframt verður aukin þjónusta í kringum mánaðarmót. Hægt verður að panta tíma og viðskiptavinir geta skilið bílana eftir á morgnana og náð í þá síðar um daginn.  Opnun Frumherja hf. í Grindavík er liður í stefnu fyrirtækisins að auka þjónustuna víðar á landsbyggðinni.

Að undanförnu hefur jafnframt verið unnið að breytingum í móttöku Vélsmiðjunnar í þeim tilgangi að opna þar verslun og auka þannig þjónustuna. Vélsmiða Grindavíkur sinnir alhliða bílaviðgerðum og býður einnig upp á bilanagreiningar með tölvu. Þá eru strákarnir í smiðjunni þekktir fyrir hversu þjónustuliprir og þægilegir þeir eru.

 

FreshJoomlaTemplates.com

Bílaverkstæðið

Er bíllinn að sýna þér óeðlilega hegðun?  Kíktu með hann til okkar og við rennum yfir hann fyrir þig. Einnig getum við rennt honum í gegnum skoðun hjá Frumherja sé þess óskað. Bílaviðgerðir á heimsmælikvarða á öllum tegundum af bílum. 

Tilboð

Hjá okkur er ávallt einhverjar vörur á tilboði.

Frumherji

Frumherji eru í húsinu og sjá um Bifreiðaskoðun fyrir þig. Skoðanir eru á mánudögum og er um að gera að kíkja við og sleppa við sektina. 

Vélsmiðja Grindavíkur | Seljabót 3 | 240 Grindavík | Sími: 4268540 | Fax: 4267540